Svona virkar þetta

Vörulistinn er alltaf uppfærður á mánudögum og opnum við fyrir pantanir á þriðjudögum.

Afgreiðsluferlinu má skipta í tvennt.

Pöntunartími annars vegar, þegar hægt er að senda inn pantanir er frá þriðjudegi og til og með sunnudags.

Afgreiðsludagar hins vegar, en þá eru pantanir sem hafa borist inn afgreiddar á miðvikudögum og fimmtudögum vikuna á eftir.

Skráning

Til þess að geta byrjað að panta, verður þú að fara inn í verslunina og skrá þig sem viðskiptavin. Það gerir þú með því að ýta á hlekkinn "Verslun". Þar ferð þú í "Vertu með!" ýtir á nýskráning og fyllir út upplýsingarnar sem þar er beðið um. Þú notar þitt eigið netfang en þannig tryggir þú að fréttapóstur berist til þín. Þvínæst velur þú lykilorð sem þú notar svo þegar þú skráir þig inn síðar.

Hér getur þú skráð þig inn
Innskráning

Verslað

Skráðu þig inn í verslunina með því netfangi og lykilorði sem þú valdir þér. Núna getur þú vafrað á milli vöruflokka og fært það sem þú vilt í körfuna. Þegar þú hefur lokið við það, klárar þú kaupin og fylgir þeim skrefum sem koma upp.

Afhending

Þegar þú hefur sent inn pöntunina fer það eftir afhendingarstað hvort hún verði afhent á miðvikudegi eða fimmtudegi.

Á Miðvikudögum eru eftirtaldir afhendingarstaðir:

Lagerinn - Nethyl 2c - opið 12 til 15
Olís Gullinbrú
Olís Selfoss
Flutningamiðstöð út á land

Pantanir út á land fara á þá flutningamiðstöð sem þú velur og eru pakkarnir þá komnir daginn eftir.

Á Fimmtudögum eru eftirtaldir afhendingarstaðir:


Akur í Laugarási
Olís Ánanaust
Olís Garðabæ
Olís Mjódd
Olís Sæbraut

Greiðsla

Með hverri pöntun fylgir pökkunarseðill og reikningur. Þegar þú hefur fengið kassan í hendurnar millifærir þú upphæð reikningsins inn á reikningsnúmer sem fylgir með.
Mundu að greiðsla fer alltaf fram eftir afhendingu. Í tilfellum þar sem vöru skyldi vanta breytist endanlegur reikningur frá pöntun.

 

 

 
 

Hvað er nýtt