Jólamarkaður Ásgarðs
Monday, 30 November 2009 09:45

Laugardaginn 5. desember frá 12:00 til 17:00 mun Handverkstæðið Ásgarður vera með sinn árlega jólamarkað í húsnæði sínu að Álafossvegi 22 í Mosfellsbæ. Allar leikfangalínur Ásgarðs verða til sýnis og sölu, einnig verða kaffi / súkkulaði og kökur til sölu gegn vægu gjaldi.

Góðir gestir líta í heimsókn til okkar og að þessu sinni mun Kristján Kristjánsson (KK) skemmta gestum með nokkrum vel völdum lögum.

 

 
 

Hvað er nýtt