Viðburðir
Viltu verða orkubóndi?
Wednesday, 07 October 2009 09:05

Viltu verða orkubóndi og framleiða þína eigin orku? Allir geta orðið orkubændur!

Orkubóndinn er fyrir áhugafólk um virkjun orku, einstaklinga, fyrirtæki, landeigendur og bændur sem hafa hug á að beisla orkuna heima fyrir. Í landinu okkar er ógrynni af endurnýtanlegri orku sem fellur til og hægt er að nýta. Á námskeiðinu verður farið yfir verkfræðileg viðfangsefni á mannamáli og fjallað um leiðir til að virkja læki eða ár, jarðhita, vindorku, sólarorku eða annars konar orku. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sérfræðingar frá Nýsköpunarmiðstöð, Orkustofnun og færustu verkfræðistofum landsins á sviði orku.  Í kjölfar námskeiðsins fá þátttakendur aðstoð við að hrinda virkjunarhugmyndum í framkvæmd.

Orkubóndinn er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Sveitarfélagsins Árborgar, Mannvits, Orkustofnunar, Iðnaðarráðuneytisins og Verkís.

Read more...
 
Matur og Meðvitund
Friday, 17 July 2009 08:11

Námskeið - Frá Jarðvegi til Maga

Wendy Cook, höfundur bókanna Biodynamic Cookbook og Foodwise mun halda námskeið á Sólheimum dagana 17. til 19. júlí. Wendy er virtur fyrirlesari og heldur fjölda námskeiða ár hvert þar sem hún leggur megináherslu á biodynamísk/lífrænt ræktaða fæðu, auk samsetningar á mat.
Read more...
 
Námskeið á Sólheimum
Sunday, 19 April 2009 17:33
Námskeið í lífrænni ræktun verður haldið á Sólheimum í Grímsnesi laugardaginn 25. apríl.
Read more...
 
Gleði Og Gaman
Saturday, 28 June 2008 09:09

 Stórtónleikar


verða haldnir í Laugardalnum í dag til stuðnings náttúru og umhverfi.
Nánar tiltekið í Þvottalaugabrekkunni og hefjast kl.17.

Græni Hlekkurinn mun ásamt Hljómalind sjá um hressingar á svæðinu.
Hvetjum alla til að mæta og standa með sjálfum sér.
Hér er forsmekkur frá einum flytjandanum.

Baráttulag Ólafar Arnalds

 

 
Fyrirlestur um erfðabreytt matvæli
Monday, 26 May 2008 09:30

Einn kunnasti fyrirlesari heims um áhrif erfðatækninnar á umhverfi og heilsufar heimsækir Ísland:

 

Jeffrey Smithheldur fyrirlestur um

heilsufarsáhrif erfðabreyttra

matvæla

 

Bandaríski fyrirlesarinn og metsöluhöfundurinn Jeffrey Smith heldur fyrirlestur á opnum fundi í boði Kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur þar sem hann fjallar um heilsufarsáhættu og neyslu erfðabreyttra matvæla. Fyrirlesturinn verður á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 27. maí og hefst kl. 16.30.

Read more...
 
More Articles...
«StartPrev123NextEnd»

Page 2 of 3
 

Hvað er nýtt