Fyllt Grasker á linsubaunabotni
Tuesday, 19 January 2010 13:26

Bragðgóður og hollur réttur fyrir 4. Með graskeri og Linsubaunum

Fyllta graskerið

Innihald

 • 1 stk grasker
 • 4 stk vorlaukur
 • ½ kúrbítur, grænn eða gulur
 • 1 gulrót
 • ½ dl graskersfræ
 • ¼ stk ferskt fennel
 • 4-6 litlar kartöflur
 • 1 tsk oregano, þurrkað annars 2-3 stilkar ferskt
 • ½ tsk þurrkað chiliduft eða 1 ferskur chilipipar frá Akri
 • 1 hvítlaukslauf
 • 2 msk olía

Graskerið er skorið í 4 parta og fræhreinsað, hýðið getur verið á. Setjið Graskerið síðan til hliðar.

Vorlaukurinn, kúrbíturinn, gulrótin og kartöflurnar er skorið í litla bita og hvítlaukurinn er kreistur. Öllu er síðan blandað saman ásamt kryddinu og olíunni.

Setjið síðan fyllinguna í graskershólfin.

Linsubaunabotn

Innihald

 • 2 dl rauðar Linsubaunir
 • 3 dl vatn
 • pipar og jurtasalt
 • 2 tómatar, sneiddir
 • 2 tsk Basil
 • ½ búnt steinselja
 • 100 gr ostur

Linsubaunirnar eru settar í botnin á ofnformi, vatninu hellt yfir og kryddinu blandað við. Settu núna tómatana yfir linsurnar og síðan basil yfir þá.

Leggðu núna graskerið ofan á linsubaunirnar og stráðu ostinum yfir. Skreyttu með steinseljunni.

Bakaðu í ofni á 150-160gr í 40mín.

Borið fram með lífrænum hýðishrísgrjónum og sýrðum gulrótum frá Akri og/eða öðru salati.
Einnig er gott að blanda 1-2 tsk af chilimauki samanvið lífræna hreina jógúrt eða gríska jógúrt.

Njótið og verði ykkur að góðu.

<<< Til baka

 
 

Hvað er nýtt