Fróðleikur
Frá draumum um jakkaföt og ríkidæmi til ylræktar
Friday, 30 October 2009 09:37
Ekki er úr vegi að byrja á því að spyrja Þórð hvort hann sé úr Tungunum, fyrst hann sé þar búsettur.

Nei, ég er Reykvíkingur, fæddur 10. júlí 1955. Reyndar fæddist ég á Eiríksgötunni en ólst upp vestur á Hjarðarhaga. Þangað flutti fjölskyldan þegar ég var á öðru ári og þar var ég þangað til ég flutti að heiman.

Var eitthvað í uppvextinum sem beindi þér á braut lífrænnar ræktunar?

Já, svona óbeint. Móðir mín, Fjóla Finnbogadóttir, er mikil náttúrumanneskja og hylltist að málefnum Náttúrulækningafélagsins og þeirri hugmyndafræði, sem þar býr að baki. Hún er úr Vestmannaeyjum og þar var amma, Sesselja Einarsdóttir, ein af fáum sem ræktuðu sitt kál og sín tré í saltrokinu. Mamma átti því ekki langt að sækja þessar garðræktarhugmyndir sem tengjast heilbrigði og hollustu og ég þar af leiðandi ekki heldur. Ég minnist þess úr æsku að það voru alltaf til þurrkaðir ávextir og hún bakaði sitt brauð sjálf. Við systkinin ólumst því upp við hollt fæði. En það var ekki beinlínis í takt við tímann. Nýir siður voru að ryðja sér braut og krakkar vildu frekar kók og franskbrauð. Hún þótti því nokkuð gamaldags, segir Þórður og hlær. Já, hún hélt í gamlar hefðir en það átti nú ekki upp á pallborðið á þeim tímum.

Read more...
 


 

Hvað er nýtt