Nýr vörulisti fyrir viku 48
Tuesday, 17 November 2009 07:07

 

Búið er að opna fyrir pantanir á viku 48 þeas. fyrir 25. og 26. nóvember.

Hægt verður að panta til kl.13 mánudaginn 23. nóvember fyrir þessa daga.

Eins og kom fram í bréfi í síðustu viku þá er að koma frá Akri ný tómatauppskera. En þar verður í vetur í fyrsta skipti ræktað undir ljósum og verða það venjulegir Tómatar og Plómuberjatómatar. Aðrar gróðurhúsategundir sem annars hafa verið í framleiðslu í sumar eru aftur á móti að tína tölunni. Gúrkur eru þegar dottnar út og venjulegir Kirsuberjatómatar, Paprika og Pipar eru nú á síðustu vikunni sinni svo nú er síðasta tækifærið að fá þannig þennan veturinn.

Í Grænmetisflokknum eru það áfram Akur og Móðir Jörð sem halda uppi úrvalinu með hjálp Sunnu og innfluttu frá Eosta.

Í Ávaxtaflokknum fáum við nú sítrus ávexti eins og Appelsínur, Mandarínur og Grape frá Grikklandi. Þannig að þeir sem eiga góðar suðrænar minningar þaðan geta nú rifjað þær upp og teigað í sig sólarsafann. Ananas og Avocado eru eins og jójó þessar vikurnar, ýmist inni eða úti. Að öðru leyti er hefðbundið úrval.

Aðrir flokkar eru við það sama.

Kíktu á Nature and More gæðakerfið og heimasíðu þess og sjáðu hvaðan ávextirnir koma. Heilsaðu upp á bændurna.

http://www.natureandmore.com

Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að komast í verslunina.

Verslun

www.graenihlekkurinn.is/verslun

kv. Þórður

 

 

 
 

Hvað er nýtt