Nýtt Húsnæði
Sunday, 19 April 2009 13:20

 

Um síðustu mánaðmót flutti Græni Hlekkurinn í nýtt og stærra húsnæði.

Nýja húsnæðið er staðsett að Nethyl 2c á Ártúnshöfða við hliðina á Gallerý Fiskur.

 

Markmiðið með flutningnum er að mæta hinni auknu eftirspurn sem hefur orðið á afurðum okkar. Merkilegt nokk að þrátt fyrir þá efnahagserfiðleika sem við nú göngum í gegnum hefur orðið greinileg aukning á eftirspurn eftir lífrænum afurðum. Gildir það bæði um innlendar afurðir jafnt sem innfluttar. Spurningin er því hvort þrengingarnar hafa aukið meðvitund fólks á hvernig það verji fjármunum sínum og vilji því njóta betur þess sem það kaupir þó í minna mæli sé.

 

Áskriftin er því komin í gang aftur og eru ýmsar nýjungar á döfinni. Nánar munum við fjalla um það síðar.
 
 

Hvað er nýtt