Biobú - 5 ára
Friday, 20 June 2008 09:12

Tvær nýjar vörutegundir á markað


Fimm ár eru nú liðin frá því að lífræn jógúrt frá Biobú kom fyrst á markað en það var 3 júní 2003.
Í tilefni af þessum merku tímamótum er í undirbúningi að setja á markað tvær nýjar vörutegundir.

Annars vegar er um að ræða glænýja vöru sem ekki hefur verið til á Íslandi fram að þessu en það er “Grísk jógúrt”.
Gríska jógúrtin frá Biobú er einstaklega ljúffeng vara og hefur þegar fengið góðar undirtektir þeirra sem hafa smakkað.

Hins vegar er um að ræða skyr, lífrænt hreint skyr sem nánast er fitulaust en próteinríkt.
Skyrið hefur einnig fengið mjög góðar undirtektir hjá þeim sem smakkað hafa og eflaust eru margir búnir að bíða lengi eftir að lífrænt skyr fáist á Íslandi.


Báðar þessar vörutegundir verða framleiddar í takmörkuðu upplagi en viðskiptavinir Græna Hlekksins verða meðal hinna útvöldu og fá að njóta afurðanna og eru þær báðar komnar inn í Mjólkurvöruflokkinn.

 
 

Hvað er nýtt