Fréttir
Nýtt Húsnæði
Sunday, 19 April 2009 13:20

 

Um síðustu mánaðmót flutti Græni Hlekkurinn í nýtt og stærra húsnæði.

Nýja húsnæðið er staðsett að Nethyl 2c á Ártúnshöfða við hliðina á Gallerý Fiskur.

 

Markmiðið með flutningnum er að mæta hinni auknu eftirspurn sem hefur orðið á afurðum okkar. Merkilegt nokk að þrátt fyrir þá efnahagserfiðleika sem við nú göngum í gegnum hefur orðið greinileg aukning á eftirspurn eftir lífrænum afurðum. Gildir það bæði um innlendar afurðir jafnt sem innfluttar. Spurningin er því hvort þrengingarnar hafa aukið meðvitund fólks á hvernig það verji fjármunum sínum og vilji því njóta betur þess sem það kaupir þó í minna mæli sé.

 

Áskriftin er því komin í gang aftur og eru ýmsar nýjungar á döfinni. Nánar munum við fjalla um það síðar.
 
Íslenska Hitabeltið / Tropical Iceland
Saturday, 14 March 2009 16:35

 

Lífræn ræktun - Vaxtarbroddur og nýsköpun

Ræktun hitabeltisafurða í samræktun við fiskeldi


 

VOR og Bændasamtök Íslands standa fyrir málþingi um lífræna ræktun sem vaxtarbrodd og nýsköpun.

Read more...
 
Nýtt ár og Ný markmið
Sunday, 04 January 2009 12:59

 

Hátíðisdagarnir eru nú að baki og lífið komið aftur í Hversdagsfötin. Þetta hafa verið langar vikur og því er þörf á extra átaki til að hrista sig í gírinn aftur. Hefðbundið er á þessum tímamótum að gera það með heilsuátaki. En það er ekki auðvelt á þessum síðustu og verstu "ævintýra" tímum nema það kosti lítið.
Græni Hlekkurinn leggur því sitt að mörkum til að auðvelda fólki fyrstu skrefin og erum við með 20% afslátt af öllum vörum í Grænmetis og Ávaxta flokkunum.

 

 
Biobú - 5 ára
Friday, 20 June 2008 09:12

Tvær nýjar vörutegundir á markað


Fimm ár eru nú liðin frá því að lífræn jógúrt frá Biobú kom fyrst á markað en það var 3 júní 2003.
Í tilefni af þessum merku tímamótum er í undirbúningi að setja á markað tvær nýjar vörutegundir.

Annars vegar er um að ræða glænýja vöru sem ekki hefur verið til á Íslandi fram að þessu en það er “Grísk jógúrt”.
Gríska jógúrtin frá Biobú er einstaklega ljúffeng vara og hefur þegar fengið góðar undirtektir þeirra sem hafa smakkað.

Hins vegar er um að ræða skyr, lífrænt hreint skyr sem nánast er fitulaust en próteinríkt.
Skyrið hefur einnig fengið mjög góðar undirtektir hjá þeim sem smakkað hafa og eflaust eru margir búnir að bíða lengi eftir að lífrænt skyr fáist á Íslandi.


Báðar þessar vörutegundir verða framleiddar í takmörkuðu upplagi en viðskiptavinir Græna Hlekksins verða meðal hinna útvöldu og fá að njóta afurðanna og eru þær báðar komnar inn í Mjólkurvöruflokkinn.

 
Lífrænt grænmeti "betra" fyrir hjartað?
Monday, 03 March 2008 14:56
Lífrænir ávextir og grænmeti geta verið betri fyrir þig heldur en hefðbundið grænmeti, samkvæmt rannsókn frá USA.

10 ára rannsókn sem fólst í því að bera saman lífrænt ræktaða tómata við hefðbundna, fundu næstum tvöfalt magn flavonoid, sem er andoxunarefni.

Flavonoid hefur sýnt fram á að það minnkar blóðþrýsting,  minnkar hættuna á hjartasjúkdómum og hjartaáfalli.

Rannsóknarhópurinn heldur því fram að nítrógen í jarðveginum geti verið lykillinn að þessu.

Dr. Alyson Mitchell, efnafræðingur í Háskólanum í Kaliforníu, ásamt samstarfsmönnum sínum mældu magn tveggja flavonoida - quercetin og kaempferol - í þurrkuðum tómötum sem safnað hafði verið saman sem partur af langtíma rannsókn á ræktunar aðferðum.

Þessi efni voru að meðaltali 79% og 97% meiri í lífrænum tómötum heldur en í hefðbundnum.

New Scientist skýrði frá því að þessi mismunur væri líklega vegna fjarveru tilbúins áburðar í lífrænni ræktun.

Frétt tekin af fréttavef bbc.

Hægt er að sjá alla fréttina hér.
 
«StartPrev12NextEnd»

Page 2 of 2
 

Hvað er nýtt