Fréttir
Nature and More - One cent for the future
Wednesday, 26 May 2010 14:01

Nature and more er ekki bara einhver stimpill fyrir framleiðendur að setja á vörurnar sínar. Nature and More er gæðakerfi sem gefur þér sem neytanda leið til þess að láta bóndan hinu megin á hnettinum vita hvað þér finnst um vöruna hans. Uppruni vörurnar er mjög mikilvægur þegar við á litlu eyjuni í miðju Atlantshafi erum farinn að borða ferska suðræna ávexti.

Dreifingar aðili okkar í Hollandi var einn af upphafs aðilum að Nature and More staðlinum. Hann felst ekki bara í að hafa eftirlit með gæði hvers ávaxtar heldur vill hann sjá til þess að allt sem kemur að framleiðslu hans sé í eins góðum skorðum og við viljum hafa það. Þess vegna er ekki bara horft til þess að ræktunin sé lífræn heldur hvort vinnufólk vinni ásættanlega tíma, að þeir fái vel borgað, hvort framleiðandi gefi af sér til samfélagsins og fleirra. Allt þetta skiptir máli því við erum það sem við borðum.

Núna er nýjasta verkefni Nature and More, One cent for the future. Það felst í því að af hverju seldu kíló af poka eplunum okkar fer eitt cent til samfélagslegrar uppbyggingar í suður ameríku, og ekki þvælist það nú fyrir hvað þau eru góð, þannig að allir vinna.

Fylgstu með þessu frímerki sem er fest við þá poka sem taka þátt í verkefninu.

 

 
Bændurnir komnir til að vera
Saturday, 16 January 2010 12:11

Eftir góðar viðtökur um jólin munum við halda ótrauð áfram inn í nýja árið. Verslunin verður keyrð áfram með svipuðu sniði og ekkert að gera nema að auka úrvalið núna þegar nær dregur sumri.

Í boði í augnablikinu verða garðyrkjuafurðir eins og tómatar, kartöflur, rófur, hnúðkál, krydd og fleirra sem til er hverju sinni. Einnig verða mjólkurafurðir frá Bióbú eins og jógúrt, skyr, rjómaostur, Sorbit-ís, rjómaís og fleirra. Þá eru ýmsar heimatilbúnar afurðir, svo sem chilepiparmauk, gúrkur í kryddlegi, mjólkursýrðar gulrætur, ávaxtasultur og kompott, þurrkaðir ávextir og fleirra. Einnig eru innfluttir lífrænir ávextir frá hinum ýmsu hornum veraldar. Villimey verður líka með sín galdrasmyrsl.
Helstu framleiðendur sem eru með á þessum árstíma eru Garðyrkjustöðin Akur, Engi, Móðir Jörð, Villimey og Bióbú.

En síðan komum við færandi hendi úr sveitini með nýjar vörur þegar þær verða til. 

Markaðurinn er opin Mánudaga til Föstudaga frá 12-18 og Laugardaga frá 12-16.

Kveðjur úr Sveitinni
 
Gleðilegt Nýtt Ár
Tuesday, 29 December 2009 15:04

Græni Hlekkurinn þakkar öllum fyrir samskiptin á árinu sem er að líða og óskum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári.

Grænmeti í áskrift tekur nú sitt árlega áramótafrí.
Síðustu kassar á þessu ári verða afgreiddir á morgun, miðvikudag og opnum við síðan aftur fyrir nýtt pöntunartímabil 5. janúar sem gildir fyrir viku 2.
Við minnum náttúrulega á markaðinn okkar á Nethyl 2c þar sem við erum með lagerinn okkar en þar á allt að vera til sem er í áskriftinni og meira til, eins og ísinn frá Bióbú.
Markaðurinn verður opinn í dag og á morgun frá kl.12-18. Eftir áramót opnum við mánudaginn 4. janúar og verður opið mánudag til föstudags frá kl.12-18 og á laugardag kl.10-16. Þetta verða svo opnunartímar hjá okkur til frambúðar en markaðurinn er komin til að vera.

Eins og alltaf á tímamótum munum við nú leggjast undir feld og endurskipuleggja og endurhanna allt sölukerfið okkar með það að markmiði að efla þjónustu okkar við neytendur. Nánari fréttir af því síðar.

Áramótakveðjur frá Tóta, Köllu, Gunna, Kobba og Elmu

 
Bændur í Bænum
Friday, 18 December 2009 09:23

Í gær fimmtudaginn 17. desember opnaði Bændamarkaður með lífrænar afurðir að Nethyl 2c hjá Græna Hlekknum.


Í boði verða garðyrkjuafurðir eins og tómatar, kartöflur, rófur, hnúðkál, krydd og fleirra sem til er hverju sinni. Einnig verða mjólkurafurðir frá Bióbú eins og jógúrt, skyr, rjómaostur, Sorbit-ís, rjómaís og fleirra. Þá eru ýmsar heimatilbúnar afurðir, svo sem chilepiparmauk, gúrkur í kryddlegi, mjólkursýrðar gulrætur, ávaxtasultur og kompott, þurrkaðir ávextir og fleirra. Einnig eru innfluttir lífrænir ávextir frá hinum ýmsu hornum veraldar. Villimey verður líka með sín galdrasmyrsl.
Helstu framleiðendur sem eru með á þessum árstíma eru Garðyrkjustöðin Akur, Engi, Móðir Jörð, Villimey og Bióbú.


Markaðurinn er opin fyrir jól fimmtudag til laugardags kl.12-18 og mánudag til miðvikudags kl.12-18.
Einnig verður opið milli jóla og nýárs mánudag til miðvikudags kl.12-18.
Boðið verður upp á ýmsan glaðning fyrir gesti og gangandi.

Kveðjur úr Sveitinni 

 
Lífrænt lambakjöt frá Brekkulæk í miðfirði
Monday, 23 November 2009 13:34
 Við viljum minna á góða lambakjötið okkar!
Read more...
 
Nýr vörulisti fyrir viku 48
Tuesday, 17 November 2009 07:07

 

Búið er að opna fyrir pantanir á viku 48 þeas. fyrir 25. og 26. nóvember.

Read more...
 
«StartPrev12NextEnd»

Page 1 of 2
 

Hvað er nýtt