Garðyrkjustöðin Sunna
Tuesday, 26 February 2008 12:13

Sunna framleiðir lífrænt ræktað grænmeti í gróðurhúsum og útimatjurtagörðum. Lífrænt ræktað grænmeti frá Sunnu er selt til mötuneytis Sólheima, verslunarinnar Völu og á höfuðborgarsvæðinu.

Lífræn ræktun byggir á að varðveita frjósemi jarðvegsins. Stunduð er skiptirækt til að viðhalda efnum í moldinni sem hver tegund þarfnast og minnka áhættu á sjúkdómum. Einungis eru notaðar lífrænar varnir við ræktunina. Notaður er húsdýraáburður, þörungamjöl og lífrænn áburður sem er unnin úr lífrænum úrgangi með safnhaugagerð. Á Sólheimum er kálfaeldi og er aðal markmiðið með því að framleiða lífrænan áburð fyrir Sunnu og Ölur.

Útlitsgallað grænmeti er notað í niðursuðuvöru og er þannig nýtt á sem bestan máta.

Garðyrkjustöðin Sunna - Sólheimum, Grímsnesi - 801 Selfoss - Sími: 480-4483 - Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it

 
 

Hvað er nýtt