Garðyrkjustöðin Akur
Tuesday, 26 February 2008 12:06

Garðyrkjustöðin Akur er í eigu hjónanna Karólínu Gunnarsdóttur og Þórðar G. Halldórssonar og er staðsett í Laugarási í Biskupstungum. Keyptu þau stöðina 1991 með það að markmiði að stunda þar lífræna ræktun. Stöðin er í dag 2200fm undir gleri auk pökkunar- og vinnsluaðstöðu

Öll starfsemi er vottuð sem lífræn af Vottunarstofunni Tún.

Ræktaðar eru ýmsar tegundir grænmetis eins og tómatar, kirsuberjatómatar, gúrkur, paprikur í ýmsum litum og chile-pipar. Ræktunarárið hefst um áramót með sáningum en uppskera hefst svo í mars á gúrkum en tómatar og paprikur fylgja í kjölfarið í apríl og maí. Uppskerutímabilið stendur svo út október en þá er hreinsað út úr húsum og þau þrifin og undirbúin fyrir næsta tímabil.

Auk þess fer fram úrvinnsla afurða og þá fyrst og fremst mjólkusýring grænmetis og þá aðallega súrkálsgerð en einnig niðurlagning og súrsun grænmetis. Markmiðið er að þessar afurðir séu á markaði allt árið en þó aðallega þann tíma sem minna er af fersku og nýuppskornu grænmeti.

Garðyrkjustöðin Akur - Laugarási, Bláskógabyggð - 801 Selfoss - Sími: 486-8966 - Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it

 
 

Hvað er nýtt