Biobú
Tuesday, 26 February 2008 12:03
Biobú ehf. er nýtt fyrirtæki á sviði mjólkurvinnslu sem sérhæfir sig í vinnslu og markaðssetningu á lífrænni jógúrt. Fyrirtækið er í eigu hjónanna Kristjáns Oddssonar og Dóru Ruf og hóf starfsemi í júní 2003. Framleiddar eru sex tegundir.

Lífræna mjólkin, sem notuð er kemur frá bænum Neðra-Hálsi í Kjós. Mjólkin frá Neðra-Hálsi er eina lífræna drykkjarmjólkin sem fer á markað hérlendis. Mjólkina selja ábúendurnir til Mjólkursamsölunnar sem sér um vinnslu og dreifingu hennar. Af þeim 125.000 lítrum sem framleiddir eru á Neðra-Hálsi seljast um 30.000 lítrar sem lífræn mjólk. Það sem eftir er hefur verið blandað saman við venjulega mjólk og selt þannig. Með tilkomu Biobús hefur þetta breyst og framvegis er umframmjólkin nú nýtt í framleiðslu á lífrænni jógúrt.

Biobú ehf. - Gylfaflöt 24 - 112 Reykjavík - Sími: 587-4500 - Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it - Veffang: www.biobu.is
 
 

Hvað er nýtt