Garðyrkjustöðin Engi
Tuesday, 26 February 2008 11:32
Garðyrkjustöðin Engi var stofnuð af Sigrúnu Reynisdóttur og Ingólfi Guðnasyni árið 1985 í Laugarási í Biskupstungum. Upphaflega var land stöðvarinnar 1 hektari en ári síðar bættist annar hekatri við. Núna nær garðyrkjustöðin yfir 5.5 ha. lands í norðurhluta Laugaráss, nálægt bökkum Hvítár.

Í fyrstu voru ræktaðir tómatar og útimatjurtir á Engi og að auki trjáplöntur til gróðursetningar á landareigninni. Árið 1989 var gerð tilraun til að rækta kryddjurtir í smáum stíl og hefur framleiðslan aukist jafnt og þétt síðan. Nú eru framleiddar lífrænt ræktaðar kryddjurtir í um 1.300 fermetrum undir gleri en auk þess í plasthúsum, vermireitum og í garðlöndum yfir sumartímann.
Aðlögun að lífrænni ræktun hófst árið 1996 og nú er öll framleiðsla á Engi lífrænt vottuð hjá Vottunarstofunni TÚN.

Garðyrkjustöðin Engi - Laugarási, Bláskógabyggð - 801 Selfoss - Sími: 486-8983 - Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it
 
 

Hvað er nýtt