Móðir Jörð
Tuesday, 26 February 2008 11:29

Til að byrja með voru aðallega framleiddar kartöflur og grænmeti en síðan bættist kornið við og hefur ræktun á byggi til manneldis verið ört vaxandi þáttur í framleiðslunni. Byggmjöl og bankabygg frá Móður Jörð má nú finna í verslunum víða um land.

Að sögn Eymundar Magnússonar, eiganda Móður Jarðar, er byggið mjög hollt og má m.a. nota það í súpur, (t.d. gömlu góðu kjötsúpuna) pottrétti, salöt, kökur og grauta. Byggið inniheldur hátt hlutfall betaglúkana sem hindra kólesterólmyndun í blóði og segist Eymundur vera lifandi sönnun þess því í honum er kólesteról undir 3,8 sem telst í raun ekki mælanlegt. Byggið inniheldur einnig hátt hlutfall andoxunarefna og nýjustu rannsóknir sýna að í byggi eru efni sem styrkja ónæmiskerfið. Byggið er einnig gott fyrir viðkvæma maga og fyrir starfsemi ristilsins.

Í Vallanesi eru einnig framleiddar 3 tegundir af mýkjandi og græðandi nuddolíum. Lífolían er djúpvirk nuddolía, bólgueyðandi og hreinsandi, hún er góð fyrir vöðvabólgu, liðverki og bjúg og sérlega góð fyrir sogæðakerfið. Eymundur mælir með því að ófrískar konur með bjúg á fótum rétti manninum sínum Lífolíuglas og fæturna á eftir.
Einn viðskiptavinur Blómavals mælir eindregið með notkun Lífolíu á viðkvæma húð eftir rakstur. Birkiolían er alhliða mýkjandi og græðandi olía, góð fyrir þurra húð, barnaexem, bólur og kláða og tilvalin á brjóst og maga verðandi mæðra, eimnnig sem bossakrem og nuddolía á ungbörn. Blágresisolían hefur reynst vel á mjög þurra húð t.d. í andliti, einnig á psoriasis og sólarexem og til að næra og græða viðkvæma slímhúð s.s. kynfæri og endaþarm.

Fyrir skömmu hófst framleiðsla tilbúinna frosinna rétta hjá Móður Jörð. Þeir réttir sem nú eru komnir á markað heita Byggbuff, Rauðrófubuff og Byggsalat / Tabúle. Helstu innihaldsefni eru bankabygg, byggmjöl, kartöflur, rauðrófur, steinselja, hvítkál og púrra, allt ræktað í Vallanesi. Annað hráefni innflutt s.s. baunir og krydd er einnig úr lífrænni ræktun.

Eymundur segir það mjög mikilvægt nú á tímum ofnæmis og óþols að neytendur geti treyst því að allar framleiðsluvörur Móður Jarðar séu 100% lífrænt ræktaðar og því til staðfestingar er öll framleiðslan vottuð af vottunarstofunni Tún.

Móðir Jörð - Vallarnesi - 701 Egilsstaðir - Sími: 471-1747 -                                                Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it

 
 

Hvað er nýtt