NLFÍ
Hlutverk Heilsustofnunar NLFÍ er að veita alhliða heilsueflingu, þ.e. andlega og líkamlega endurhæfingu, styrkingu og hvíld í notalegu umhverfi. Kenna dvalargestum að bera ábyrgð á eigin heilsu. Bæta færni og þátttöku dvalargesta í daglegu lífi. Nota nýjustu aðferðir í nútíma læknisfræði og tengja við náttúrulækningar sem eru grundvöllur starfsins að bjóða upp á heilsueflingu með hvíldar- og hressingardvöl.

Rekstur gróðurstöðvar NLFÍ byggir rekstur sinn á þessum grunngildum og notar NLFÍ framleiðslu stöðvarinnar til matargerðar fyrir gesti. Með aukinni framleiðslu gafst gróðurstöðinni sá kostur að leyfa fleirum að njóta góðs af sér og hóf samstarf við Græna Hlekkinn.

Heilsustofnun NLFÍ - Grænumörk 10 - 810 Hveragerði - Sími: 483-0300 - Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it
 
 

Hvað er nýtt