Gróðurstöðin Hæðarenda

Gróðurstöðin Hæðarenda er í eigu Svanhvítar Konráðsdóttur og Ingvars S. Ingvarssonar og er það nýbýli úr jörðinni Hæðarenda í Grímsnesi. Þar er stunduð lífræn útiræktun grænmetis af hinum ýmsu tegundum.

Fyrst og fremst er um að ræða kartöflur, kál og gulrætur en einnig ýmislegt annað þó í minna mæli sé. Framleiðslan hefur farið vaxandi ár frá ári þar sem eftirspurn eftir lífrænt ræktuðu grænmeti er alltaf að aukast.

Gróðurstöðin Hæðarenda - Háagerði, Grímsnesi - 801 Selfoss - Sími: 486-4545

 
 

Hvað er nýtt