Hlekkurinn byggir á þessum aðilum
Græni hlekkurinn var stofnað árið 2002. Tilgangur þess var að búa til fyrirtæki sem sérhæfði sig í dreifingu á lífrænum afurðum. Ástæða fyrir því var sú skoðun stofnenda að aðgangur og gæði til neytenda var ekki ásætanleg, vitund um lífrænar vörur og lífrænar hugsjónar var á byrjunarstigi og þau markaðsöfl sem voru til staðar voru ekki að sinna kynningarstarfi á þessari gæðavöru sem skildi. 
Ávinningur bænda af því að skipta yfir í lífrænan búskap var ekki nógu góður þar sem skilningur á auknum kostnaði við ræktun á lífrænum afurðum var ekki til staðar. 

Þar sem stofnendur Græna Hlekksins eru lífrænir bændur eru þau rótföst í daglegum rekstri á
ræktun og þar með góða vitneskju á bæði þörfum framleiðenda og kröfum neytenda. Þessi tenging hefur gangast fyrirtækinu ómetanlega 
og hefur Græni Hlekkurinn vaxið jafnt og þétt frá stofnun þess. Í dag eru 3 lífrænar garðyrkjustöðvar inni í græna hlekknum auk
mikils samstarfs við aðra lífræna framleiðendur, hvort þeir eru í grænmetisræktun, mjólkurframleiðslu eða bakarar. 

Græni hlekkurinn sér fyrir sér að innleiða samgjörn viðskipti (fair trade) inn í íslenska verslunar og neytenda hugsun, þar sem allir í 
verslunar hlekknum koma sem best út úr viðskiptunum.
1 Garðyrkjustöðin Akur
2 Garðyrkjustöðin Engi
3 Gróðurstöðin Hæðarenda
4 Móðir Jörð
5 Garðyrkjustöðin Sunna
6 NLFÍ
7 Biobú
 

Hvað er nýtt